Aðjóðlegu
æskulýðs skiptin Move‘n‘shoot, studd af Erasmus+, á sér stað í fallegri náttúru
Lapplands í Finnlandi. Þátttakendur koma frá 6 mismunandi löndum: Þýskalandi,
Slóveníu, Ítalíu, Ungverjalandi, Íslandi, og síðast en ekki síst, Finnlandi.
Aldur ungmenna er allt frá 15 til 23.
Meginmarkimið
skiptana er að hjálpa þáttakendum að þróa færni sína í sérstökum hópum, sem og
ljósmyndun, vídeó gerð, tónlistar framleiðslu, dans eða fjölmiðlanotkun.
Skiptin
byrjuðu á 21 mars og mun endast til 30 mars. Það eru 41 mans sem dvelja í félagsmiðstöð
Vasatokka, þar með talið skipuleggjendur skiptana og starfsmenn
félasmiðstöðvar. Það eru virk úti og inni starfsemi, sem er skipulagt af bæði
sniðugum leiðtogum og áhugasamra þáttakanda skiptana.
En
það besta við Move‘n‘shoot er að þáttakendur eru ekki aðeins að þróa færni,
heldur eru þau að læra hvort af öðru og kynnast öðruvísi menningum og siðum
gegnum skemntilegt og fjörugt samstarf.
Ferðalag!
Til að komast eitthvert, þá þarf að
ferðast. Það gerðum við. Hér eru nokkrar myndir sem eru teknar á meðan hóparnir
ferðuðust á áfangastað. Við báðum nokkra þáttakendur að lýsa ferðalaginu í
þremur orðum. Skellum okkur í hann:
Ísland:
48-klukkutímar, spennandi, ný reinsla.
Slóvenía:
Salimakki (tegund af nammi), gaman, þreytandi.
Ítalía:
Norðurljós, ánægjulegt, tvær flugvélar.
Ungverjaland:
heimilislaus, þreytandi, kaffi.
Finnland:
stutt, tónlist, prjóna.
Þýskaland:
rólegt, fallegt, bláberjasafi.
22.03.2016: dagur 1.
Á fyrsta deginum fengum við að sofa
aðeins lengur en fyrst var ákveðið þar sem við komum seint um nótt. Eftir góðan
morgunmat var byrjað daginn á leikjum sem snérust að mestu leiti um að kynnast
hvort öðru og læra nöfn aðra þáttakenda. Við töluðum um væntingar og ótta í
sambandi við þessi ungmenna skipti. Allir tóku þátt í að koma á reglum sem
okkur fannst eiga við þessi ungmenna skipti. Aino, ein af stjórnendunum, sýndi
okkur umhverfið og þriggja íbúðar félagsmiðstöðina. Síðan var farið í hópana
sem við fengum að velja um og hóparnir byrjuðu sín verkefni og að kynnast betur
sem hópur. Við komumst að því að flest allir frá öðrum þjóðum langaði mjög
mikið að sjá norðurljósin, sem heppilega rættist fyrir flest þeirra þetta
fyrsta kvöld. En það sem setti ísinguna á kökuna var að sána var opin um
kvöldið svo þáttakendur og stjórnendur slökuðu á, og nokkrir jaxlar hentu sér í
kaldan snjóinn. Allir voru mjög ánægðir með fyrsta daginn.
23.03.2016: dagur 2.
Eftir að fá góðan nætursvefn, fórum við öll í fjöruga leiki til að byrja
daginn og unnum í okkar starfshópum. Nokkrir þáttekendur heimsóttu skóla í
Inari, sem er tíu kílómetrum frá Vasatokka. Í skólanum voru 136 nemendur á
aldrinum 7 til 16, sem er mjög lítið í Finnlandi. Flestir af þátttakendunum eru
vanir mikið stærri skólum, svo þegar við frá Íslandi sögðum þeim að 136 eru
fleiri nemendur en eru í skólanum heima hjá okkur, þá voru allir mjög undrandi
og fannst það áhugavert. Heimsókninn í skólan var til að kynna skiptinguna og
Erasmus+ fyrir 8.bekkingum. Við einnig skipulögðum nokkra leiki fyrir þau.
Nemendurnir voru dálítið feimnir fyrst, en byrjuðu að skemnta sér, vera með
læti og tala við okkur á meðan við lékum leikina með þeim. Kennarar og nemendur
tóku mjög vel á móti hópnum og allir nutu ferðarinnar. Eftir skólaheimsóknina
voru Ungverjarnir fyrstir í röð, af þjóðunum, til að koma með undirbúna leiki og verkefni
fyrir alla hina og það er öruggt að segja að þeir stóðu sig mjög vel. Einn af
leikjunum virkaði þannig að okkur var skipt í hópa með fimm þáttakendum, einum
frá hverri þjóð og áttum að búa til geimskip. Okkur var aðeins gefið 15 mínútur
og taknmarkað af hlutum til að byggja úr, en allir notuðu ýmindunaraflið og
hver og einn hópur kom með skemmtilega og áhugaverða hönunn af geimskipi. Við
fórum í útileiki, sem og ‚hnúta‘ leikinn, þar sem við lokum augunum, förum í
eina hrúgu og tökum í hendi. Síðan þurftum við að losa úr flækjunni án þess að
sleppa hendinni sem þú fannst í hópum. Einnig var farið í erfitt en skemntilegt
snjó-kapphlaup upp brekku. Flestir gáfust upp snemma, en aðrir komust alla leið
upp brekkuna. Í kvöldmatinn var grillveisla, þar sem við elduðum okkar eigin
grænmeti og pulsur inni í notarlegu tepee. Sumir ákváðu einnig að fá sér
eftirétt og bökuðu ‚pulla‘ yfir logandi eldinum. ‚Pulla‘ er orð fyrir
einhverslags bollu á finnsku.
24.03.2016: dagur 3.
Við byrjuðum daginn með morgunleikjum.
Eftir að vinna í hópunum okkar í smá tíma, fórum við út í snjó stríð. Það var
frekar hlýtt úti, miðað við að við vorum í Laplandi. Við skiptum okkur í tvö
lið fyrir sleðakeppni. Tíminn leið hratt á meðan þáttakendur skemmtu sér úti í
snjónum. Eftir það var hádeigismatur og Heidi, sem er skipulegjandi skiptana
var með kynningu um ljósmyndatöku á norðurljósum. Ítalarnir voru næstir á
lista, með fjöruga leiki fyrir okkur hin. Draga mananir upp úr hatti og setja
upp leikþætti um þjóðirnar. Við unnum í hópunum okkar um tíma, síðan fengum við
frítíma þar sem flestir slökuðu á, spjölluðu og nutu rólegheitana. Flestir
heimsóttu síðan sánuna, sem er alltaf yndisleg og róleg leið til að enda
daginn.
25.03.2016: dagur 4.
Við eyddum deginum, að mestu leiti, í
Inari, sem er 10 km frá. Áður en við fórum frá gististaðnum okkar, fórum við í
smá morgun leiki til að láta biðina eftir rútunni styttri. Fyrst fórum við á
safnið Siida til að læra meira um Inari og Sami fólkið. Síðan var okkur gefið
það verkefni að tengjast við íbúa Inari og kynna opna húsið sem við höldum í
enda ferðarinnar. Okkur var skipt í hópa með að minnsta kost 5 þáttakendum, af
sitthvori þjóðinni. Íbúar voru mjög vingjarnlegir og hikuðu ekki við að dansa
með okkur, taka myndir með okkur eða svara spurningum sem við höfðum fyrir þau.
Þegar því verkefni var lokið höfðu við smá frítíma til að labba um, skoða bæinn
og máttum kaupa minjagripi ef við vildum. Þeir sem vildu fengu síðan að fara
skauta, þar sem allir sýndu hvað þeir gátu á hálum ísnum og einnig fóru í
nokkra leiki á skautum. Það var stoppað á hreindýra býli á leiðinni heim, þar
sem við máttum reyna klappa hreindýrunum og gefa þeim úr lófum okkar. En flest
þeirra voru hrædd við okkur og neituðu
að vera með. Við lærðum skemmtilegar staðreyndir um hreindýr og fengum kvöldið
til að slaka á eftir atburðarmikinn dag.
26.0.2016: dagur 5.
Dagurinn byrjaði á leikjum frá Þjóðverjum.
Allir voru frekar þreyttir svo við byrjuðum á smá upphitun ( stundum er kaffi
bara ekki nóg ). Eftir upphitun, skiptum við okkur í hópa og okkur var gefið
lista af áskorunum til að taka myndir af.
(Rúdólf með rauða trínið.)
(5 þjóðir, ein heild.)
(Klikkuð selfie)
(Galdrar!)
Þegar mynda áskorunin endaði, voru við
sett í þjóðarhópana okkar. Við fengum spurningarblað um Þýskalandi og allir
þjóðirnar fengu góða einkun á þessu óvænta en áhugaverða skyndiprófi. Þýskaland
endaði leikina sína vel með því að gefa okkur mat, hver og einn þáttakandi fékk
tækifæri til að smakka osta köku kölluð Kaskuchen.
Þegar leikirnir enduðu fengum
við nokkra valkosti um hvað við vildum gera næst. Sumir fóru á snjóbretti eða
skíði, sumir fóru í íþróttasalinn en aðrir notuðu tímann til að leggja sig. Þeir
í íþróttasalnum spiluðu finnskan leik kallaður floorball. Floorball er íþrótt
sem er svipuð og hokkí, nema er ekki á ís. Eftir hádegi og smá frítima, var
unnið í vinnuhópunum. Tíminn flaug hjá. Síðan var horft á myndir og myndbönd sem
voru tekin daginn áður í Inari, þar sem hver hópur sagði frá ævintýrum sínum.
Síðan kenndi danshópurinn öllum sporinn við flashmob dansinn sem við plönum að
gera. Það er öruggt að segja að allir skemmtu sér. Um kvöldið fóru sumir í sánu
á meðan aðrir horfðu á finnska mynd: Jólasveinninn og töfra tromman (Joulupukki
ja noitarumpu). Allir nutu kvöldsins vel. Við skulum enda á skemmtilegri
staðreynd: Finnsku þáttakendurnir sögðu okkur að þeir horfa á þessa mynd hver
einustu jól.
No comments:
Post a Comment